05 October 2010

Andlegt ofbeldi og lygar

Á bloggi Skafta Harðarsonar hangir maður sem kallar sig Guðmund 2. Gunnarsson. Hann hef ég nokkrar rimmur háð við í athugasemdum við bloggfærslur Skafta, en því miður eru þær allar horfnar núna - eða það er að segja mín hlið þar er horfin. Eftir standa heilmiklar einræður Guðmundar annars við sjálfan sig. Þetta angrar hann samt bersýnilega ekki neitt, ekki frekar en það almennt að mér hafi verið hent þarna út; hann styður það að mér sé haldið úti afdráttarlaust. Hans helsta hlutverk þarna virðist vera að herja á alla þá sem eru að minnsta leyti ósammála Skafta með andlegu ofbeldi og kúgunartilburðum. Ofan á þetta bætast líka oftar en ekki lygar og óheiðarleiki, eins og þegar hann fullyrðir að ég sé 'fjölnikkungur', án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því - sú lygi á víst að réttlæta það að mér sé hent út af bloggi Skafta, enda hefur Guðmundur annar fáar málefnalegar ástæður fyrir þeirri kröfu. Hans heimsmynd er svört og hvít, og þeir sem eru svartir í hans augum eru heimskir ræflar, og réttlausir með öllu; innlegg þeirra til umræðunnar ekki svaraverð með öðru en skætingi og kúgun. Hans vera þarna á Skaftablogginu á stóran þátt í því að ég hef svona mikinn áhuga á því að rannsaka bloggið og gera athugasemdir við það.

Tilefni þessarar færslu minnar voru þessi nýjustu skrif Guðmundar annars, sem ég held að dæmi sig í rauninni algjörlega sjálf. Dagskipanin er hræsni; fyrst aðrir bloggarar loka á ákveðna aðila sem þeim líkar ekki við, þá er réttlætanlegt í augum Guðmundar annars að Skafti geri það líka. Guðmundur annar hikar ekki við að styðja þá sem honum líkar vel við heilshugar í því sem hann úthúðar þeim sem honum líkar illa við fyrir að stunda. Eini siðferðilegi viðmiðunarpunktur hans er hver á í hlut hverju sinni; almenn prinsipp virðast hann engu máli skipta. Samt sem áður er einn uppáhaldsfrasi Guðmundar víst Svo skal böl bæta að benda á annað verra - sem er þá hræsni ofan á hræsnina. Geri aðrir betur.

Eldri skrif um kúgunartilburðina sem uppi eru hafðir á bloggi Skafta:


1 comment:

  1. Svo er það enn eitt ruglið og rökleysan (af mörgum hjá Guðmundi öðrum) - það stendur eftir aragrúi af athugasemdum við bloggfærslur Skafta þar sem er einmitt verið að 'vaða í mennina og ausa [Skafta] og gestina sem eru á svipaðri línu, eymd og óþverra', en það eru mín innlegg (sem ég vil meina að séu með þeim málefnalegri þarna) sem hverfa fyrst og fremst, og innlegg fóru ekki að hverfa þarna fyrr en nákvæmlega á þeim tímapunkti að ég fór að bera saman skrif Skafta og Hannesar markvisst. Auðvitað er ekkert spáð í hvernig stendur nú á þessu - og örugglega þykir Guðmundi öðrum afar þægilegt að þessar athugasemdir mínir eru horfnar, því þá getur hann logið eins og hann vill um hvert innihald þeirra var.

    Og svo er ekki að spyrja að því að ég er auðvitað settur undir sama hatt og allir þeir sem eru með svívirðingar þarna á bloggi Skafta, og það notað til að niðurlægja mig og gera lítið úr mér og mínum skoðunum. Samt sem áður bregst Guðmundur annar hinn versti við þegar reynt er að setja skoðanir hans undir einhvern hatt; hann heldur grimmt í þann (sjálfsagða) rétt sinn til þess að litið sé hann sem sjálfstæðan einstakling með sjálfstæðar skoðanir - en það er hins vegar réttur sem hann á mjög erfitt með að leyfa skoðanaandstæðingum sínum að njóta. Hræsnin á sér í raun nánast engin takmörk hjá honum.

    ReplyDelete