29 September 2010

Otkell og Mörður

Þemað er: Jón Ásgeir er Otkell Skarfsson; Egill Helgason er Mörður Valgarðsson.

Þetta er þema sem virðist eiga uppruna sinn hjá Agli sjálfum. Hannes/Skafti/Smáfuglarnir eru hins vegar greinilega svo hrifnir af þessu að þeir núa Agli þessu reglulega um nasir, því þeim þykir það hinn mesta skömm að Egill hafi ekki tekið afgerandi afstöðu í Baugsmálinu (sem átti víst samt alls ekki að vera pólitískt), með Davíð og gegn Baugi.

Hannes hefur að mér sýnist tekið þetta fyrir tvisvar; hér og hér.

Skafti virðist þó hrifnari af þessu; hann tæklar þemað hér, hér, hér og hér.

Hrifnastir eru hins vegar smáfuglarnir á AMX, eins og sjá má hér, hér, hér, hér, hér og hér.

Skemmtilegt nokk þá eru þetta allt saman sléttar tölur í vaxandi röð. Það er þó líklegast tilviljun, rétt eins og þetta samræmi í efnistökum milli Hannesar, Skafta og smáfuglanna.

No comments:

Post a Comment