19 September 2010

Að kasta fyrir ljónin

Þemað er: Jóhanna Sigurðardóttir er að kasta Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrir ljónin, líkt og rómverskir keisarar forðum.

Eftir því sem ég fæ best séð birtist þetta þema fyrst á AMX hér, síðan hjá Skafta hér ("Þetta hét að fornu að kasta saklausu fólki fyrir ljónin, og stunduðu rómverskir keisarar það."), og loks gerði Hannes heilan pistil úr þessu hér. Hannes stundar almennt töluverðan copy/paste áróður sem hann hamrar á aftur og aftur. Þetta virðist vera eitt það nýjasta í þann sarp, og mun það án efa birtast aftur undir hinum ýmsu nöfnum, líkt og aragrúi annars áróðurs af sama toga.

No comments:

Post a Comment