22 September 2010

Grímulaus ritskoðun

Á bloggi Skafta er, líkt og ég hef lýst hér áður, öllum athugasemdum þar sem viðruð eru meint tengsl Skafta og Hannesar Hólmsteins eytt grimmt - en öðrum ekki. Þetta fer fram í kyrrþey og blogghöfundur hefur engar skýringar gefið á þessu. Einnig lokar blogghöfundur markvisst fyrir þær IP-tölur sem athugasemdir af þessu tagi berast frá, og það nýjasta frá honum virðist vera að setja einnig upp síur sem blokka ákveðin orð (þetta er allt saman hægt í Wordpress, bloggkerfinu sem Eyjubloggið keyrir á) - hlekkir á þetta blogg hér virðast til dæmis vera bannaðir.

Hér er því um afgerandi mynstur að ræða sem bendir til að það sé eitthvað afar viðkvæmt mál að svo mikið sem nefna það að líkindi séu milli skrifa Skafta og skrifa Hannesar; þetta er greinilega líkt og að nefna snöru í hengds manns húsi.

Þetta eru nýjustu athugasemdirnar við þessa færslu sem hafa verið látnar hverfa í kyrrþey:





  • Hér situr blogghöfundur greinilega sveittur við í kvöld og eyðir athugasemdum og setur upp síur til að meina ákveðnum aðilum að tjá sig; ekki síst mér. Ekki er slíkt beinlínis í anda frjálshyggjuhetja á borð við John Stuart Mill, sem var á því að ef skoðun er rétt þá á hún að þola skoðun og andmæli, og því sé hefting á frelsi til að tjá hvaða skoðanir sem er aldrei réttlætanlegt. Ef sú skoðun mín að Hannes haldi vel mögulega hér á penna er svona röng hjá mér, af hverju má hún ekki fá að standa hérna? Ég fullyrði að blogghöfundur virðist vera að beita öllum mögulegum brögðum sem honum hugkvæmist til að meina mér að tjá mína skoðun.
    Og þessum orðum mínum verður eytt fyrr eða síðar. Sanniði til. Það fjarar senn undan tilgangi þess að hafa opið fyrir athugasemdir hér fyrst blogghöfundur er svona ákafur í að kæfa ákveðin sjónarmið.



  •   Mŏlur // 21.9 2010 kl. 22:59








  •   Goggi // 22.9 2010 kl. 00:38
    LOL, Skapti – / Hannes – (Ég kann ekki einu sinna að gera svona löng bandstrik eins og hannes gerir) eru sveittir í að ýta á delete takkan svo að ekki komist upp um að Hannes sé að skrifa í gegnum Skapta……



  •   Goggi // 22.9 2010 kl. 00:44
    Hvað er eiginlega búið að eyða mörgum athugasemdum hér????



  •   Goggi // 22.9 2010 kl. 00:52
    Hannes=Skapti=Kalli Sveins=G2G Góð kenning?
    Það verður fróðlegt að sjá hvort að þessari athugasemd verður líka eytt!

No comments:

Post a Comment