28 September 2010

Dreyfus

Þemað er: Ákærur til Landsdóms eru sambærilegar við Dreyfusarmálið og/eða eru ekkert nema pólitískar ofsóknir.

Þetta má sjá hér hjá Skafta, og hér hjá AMX. Um mjög svipað leyti og Dreyfusarfærslan birtist hjá Skafta birtist síðan þessi færsla hjá Hannesi. Þarna er að vísu ekkert minnst á Dreyfus, en þemað er greinlega það sama að öðru leyti; það að þessar ákærur eru pólítiskar ofsóknir og ekkert annað. Smáatriðum á borð við það að bæði Hannes og Skafti telja mjög ólíklegt að Geir verði sakfelldur ber einnig saman.

Þessar færslur Skafta og Hannesar birtast síðan nánast um leið og atkvæðagreiðslum um ákærur lauk á þingi. Erfitt er að verjast þeirri tilhugsun að til hafi staðið fyrirfram að birta þessar færslur um leið og atkvæðagreiðslunni lauk, með einmitt þeim þemum sem í þeim eru (nema auðvitað hefðu þemun þá birst með aðeins öðruvísi formerkjum ef enginn hefði verið ákærður af þinginu; þá hefði því líklegast verið fagnað að ekki hafi verið efnt til þessara 'pólitísku ofsókna').

No comments:

Post a Comment