29 September 2010

Síuprófun

Ég framkvæmdi síuprófun hjá Skafta rétt í þessu. Komst að raun um að hann virðist blokka sjálfkrafa allar athugasemdir þar sem 'Mölur' kemur fyrir, hvort sem það er nafn athugasemdaritara, eða það kemur fyrir í athugasemdinni sjálfri. Það tók sumsé margar tilraunir að fá þessa athugasemd inn, og það verður fróðlegt að sjá hvort hún helst inni. Það væri líka fróðlegt að fá að vita nákvæmlega hversu mörg nöfn og hversu margar IP-tölur hann er með í banni, og fá svör við því af hverju hann er að þessu (og af hverju mynstrið virðist vera það að langtryggasta, ef ekki eina leiðin til að fá á sig bann er að tala um hvað skrif Skafta líkjast skrifum Hannesar Hólmsteins). Þau hafa ekki fengist hingað til; allt fer fram í stökustu kyrrþey, og viðhlæjendum Skafta, sem skrifa reglulega athugasemdir við færslur hans honum til stuðnings (en þeim sem andmæla honum, og eru því stimplaðir sem 'óvinir', til andlegs ofbeldis), virðist nákvæmlega sama - enda er draumaheimur þeirra væntanlega sá þar sem engin andstæð sjónarmið sjást nokkurn tímann hjá Skafta, nema þá helst einhverjir strámenn sem þeir ráða auðveldlega við. Þeir viðra ekki heldur neinar áhyggjur af því að öllum athugasemdum mínum aftur í tímann var eytt af blogginu, enda er ég víst ekki í hópi þeirra sem þeim finnst mikilvægt að njóti málfrelsis hvort eð er.

Hér er afrit af þessari athugasemd sem ég náði fyrir rest að pota inn, svona ef ske kynni að hún hyrfi:


Þetta er mjög eðlilegt og sambærilegt við það sem fram fór á þinginu í dag, enda liggur fyrir mörg hundruð blaðsíðna skýrsla rannsóknarnefndar um þessar misgjörðir Steingríms.
P. S. Værirðu til í að hætta að láta kommentakerfið blokka sjálfkrafa komment sem ég skrifa undir mínu rétta nafni, ef ég lofa á móti að ræða ekki það sem þú vilt augljóslega ekki að ég ræði? Eða bara almennt taka niður allar þessar síur sem þú hefur verið duglegur við að setja upp til að loka á mig? Það er svo mikið vesen að fara framhjá þessu alltaf.


Sjá eldri færslur um ritskoðunina hjá Skafta og tilurð  hennar:

Grímulaus ritskoðun
Lítil saga

No comments:

Post a Comment