21 September 2010

Farið í manninn en ekki boltann

DV-bloggarinn Teitur Atlason er búinn að vekja athygli á þessum skrifum mínum á bloggi sínu, og kann ég honum þakkir fyrir. Sem fyrr eru viðbrögð Hannesar og félaga upplýsandi. Reynt er að gera lítið úr persónu Teits og trúverðugleika hans, í stað þess að svara honum efnislega. Farið í manninn en ekki boltann, og það af hörku. Útúrsnúningar af nákvæmlega því tagi sem ég sagði í síðustu færslu hér að einkenndu Hannes undir pressu.

Þetta má sjá í eftirfarandi athugasemdum Hannesar við skrif Teits um meint tengsl Hannesar og Skafta:

Teitur! Þú ættir að finna þér eitthvað nytsamlegt að gera. Þú ert greinilega á barmi taugaáfalls. Þú ert ekki á réttri hillu í lífinu, þar sem þú situr við tölvuna og reynir að sjóða saman einhverjar svívirðingar, en stafsetur allt vitlaust og ruglar öllum hugtökum saman. Í textanum, eins og þú gengur frá honum, stíga saman trylltan dans nornirnar þrjár, sem Þórbergur særði fram í gagnrýni á stíl, þær lágkúra, uppskafning og ruglandi. Það eru allt of mörg óleyst verkefni í lífinu til þess, að þú sért að eyða tíma í það, sem þér er bersýnilega ofviða. Af hverju ferðu ekki til Afríku sem sjálfboðaliði í þróunarstarf? Þá væri ef til vill einhver möguleiki á, að kraftar þínir nýttust öðrum.

(Tekið úr athugasemdum héðan)

Atli! Ef þú ert að leita þér að vinnu, eins og þú segir sjálfur í kynningu á þér, þá ráðlegg ég þér að bæta stafsetningu og annan frágang á pistlum þínum. Það er allt morandi þar í málvillum og stafvillum. Nýr starfsmaður hjá fyrirtæki verður að minnsta kosti að vera sendibréfsfær. En hvað ætli kabúss sé?

(Tekið úr athugasemdum héðan)

Það er áhugavert að bera þessi skrif um meinta taugaveiklun Teits saman við það sem sagt er um hann á AMX hér. Sem og oft áður er erfitt að ímynda sér að bæði smáfuglarnir og Hannes séu án samráðs farnir að hafa svona miklar áhyggjur af andlegri velferð Teits, sem og að þetta gerist í sömu andrá og Teitur er farinn að grafast fyrir um tengslin milli Hannesar og Skafta.

2 comments:

  1. Annað dæmi má sjá í athugasemdunum á bloggi Skafta. Þar ritar 'Kalli Sveinss' svohljóðandi málefnaleg skilaboð til mín:

    Vesalings Mölur !
    Að vera haldinn ofsóknarkennd -“paranoia“ – er skelfilega átakanleg persónuleikaröskun.
    Að telja Skafta Harðarson – (Harðar Felixsonar )- vera Hannes Hólmstein, nálgast að vera alvarleg hugsýki – sem því miður – hvorki „mölur né rið fá grandað“ !!


    Hér er reynt að gera lítið úr geðheilsu minni, en engu svarað efnislega, og síst af öllu því að það er verið að eyða athugasemdum mínum. Það þykir fylgjendum Skafta á bloggi hans væntanlega bara hið besta mál - eins frelsisunnandi og þeir þykjast vera í orði eru þeir það ekki alltaf á borði.

    ReplyDelete
  2. Og áfram heldur Skafti að eyða athugasemdum mínum án útskýringa en láta aðrar standa. Það er heldur hjákátlegt að sjá fólk þarna svara athugasemdum mínum, sem ekki eru lengur til.

    ReplyDelete