20 October 2010

Skafti orðinn sjálfstæður?

Sú ánægjulega þróun virðist hafa orðið að Skafti er farinn að skrifa sjálfur á bloggið sitt. Þetta sést glögglega á efnistökunum í síðustu pistlum hans, sem eru fjölbreyttari og merkilegri en áður. Einnig er það sterk vísbending að Skafti er farinn að svara þeim sem rita athugasemdir og skrifa greinilega út frá sínu eigin brjósti, samanber þegar hann tilkynnir framboð sitt til stjórnlagaþings. Þetta tel ég jákvæða þróun sem ég vona að haldi áfram, því þar sem þetta blogg er stofnað í kringum þá kenningu að Hannes sé að skrifa fyrir Skafta, þá verður mín ekki þörf lengur ef þetta er ekki lengur tilfellið!

P.S. Ég sé að það er vísað á mig af bloggi Egils Helgasonar í dag. Þar sem það er djúpt á einni merkustu færslunni hér ætla ég bara að hlekkja á hana handa þeim sem hingað rata inn í dag.

No comments:

Post a Comment