10 October 2010

Þögn sama og samþykki?

Nú hafa ásakanir þess efnis að Hannes Hólmsteinn skrifi pistla Skafta Harðarsonar að miklu eða jafnvel öllu leyti legið í loftinu um hríð. Nú síðast hélt hinn víðlesni bloggari Egill Helgason þessu fram fullum fetum. Það er nánast ómögulegt að þetta hafi farið framhjá þeim Hannesi og Skafta. Það er hið minnsta ljóst að Hannes veit vel af þessum ásökunum, samanber það að hann hefur tjáð sig um þær á bloggi Teits Atlasonar (án þess að svara þeim í raun). Hannes hefur jafnframt tjáð sig með skírum og beinum hætti um ásökun af sama toga áður; það má sjá hér ('Um amx.is get ég sagt það, að margt það, sem þar birtist, er eins og talað út úr mínu hjarta, en því miður á ég ekki heiðurinn af því að hafa skrifað það. Ég er líka hissa á því, ef einhver telur, að mér nægi ekki að blogga daglega á Pressunni.').

Af þessum sökum vekur furðu að Hannes skuli sitja þegjandi undir svo alvarlegri ásökun nú. Næg hefur hann færin til að tjá sig; hann gæti jafnvel skrifað athugasemd við blogg Skafta til að árétta þetta. Skafti gæti auðvitað líka hæglega áréttað þetta ef hann vildi, en hann virðist reyndar aldrei tjá sig um sína hagi á bloggi sínu, hverju svo sem það sætir nú!

No comments:

Post a Comment