05 October 2010

Griðrof

Þemað er: Núverandi ríkisstjórn rauf 'grið' sem hefð hefur verið fyrir milli flokkanna með því að setja Davíð Oddsson af í Seðlabankanum, sem og með því að senda Geir Haarde fyrir landsdóm - og hún sýndi jafnframt valdníðslu með þessum gjörðum.

Þetta má sjá hjá Hannesi hér, hjá AMX hér, og hjá Skafta hér.

Að vísu er ölítill blæbrigðamunur á því hvernig hlutirnir eru orðaðir milli 'höfunda', en meginþemað er þó skýrt, og greinilega sameiginlegt.

1 comment:

  1. Það er annars skondið að með þessu tali um að í brottrekstri Davíðs úr Seðlabankanum hafi falist einhver griðrof gagnvart Sjálfstæðisflokknum, eða árás á flokkinn sem slíkan, er viðurkennt að Davíð sat þarna í umboði Sjálfstæðisflokksins, og í krafti þess að hann er Sjálfstæðismaður. Nokkuð sem þessir 'höfundar' viðurkenna öðrum stundum aldrei beint!

    ReplyDelete