21 October 2010

Afneitanir sem ekki eru

Hannes Hólmsteinn og Skafti Harðarson hafa nú báðir svarað opinberlega þeirri afdráttarlausu ásökun Egils Helgasonar, að Hannes skrifi fyrir Skafta og smáfuglana á AMX. Málfærslur þeirra er svipaðar, enda viðurkenna þeir allavega það að þeir hafi ákveðið samráð í skrifum sínum. Hins vegar vekur það athygli mína að hvorugur þeirra segir afdráttarlaust að Hannes sé ekki beinlínis höfundurinn að neinu því sem birst hefur á bloggi Skafta eða á AMX. Einungis eru færð óbein rök fyrir því að svo sé ekki. Myndu menn sem verða fyrir svona harðri ásökun algjörlega að ósekju ekki afneita henni með afdráttarlausari hætti en þetta? Hér tel ég mig finna lykt af úthugsuðum mælskubrögðum.

No comments:

Post a Comment